Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-016
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi Hálfdán Ágústsson
Stjórnandi Hálfdán Ágústsson
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Lokaskýrsla 28-08-2014.pdf Frestun 4-06-2014.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að meta breytingar á staðbundnu vindafari við suðaustanverðan Vatnajökul þegar tekið er tillit til hlýnandi loftslags og vísbendinga um minnkun á umfangi jökulsins á næstu 100 árum. Með hlýnandi veðurfari og minnkandi umfangi jökulsins má ætla að það verði, auk breytinga á staðbundnu vindafari, einnig breytingar á:
I. Úrkomufari við og á Vatnajökli
II. Hitafari nærri jöklinum
III. Tíðni og eðli óveðra í undirhlíðum jökulsins
IV. Lægðamyndun og braut lægða við Suðausturland,
Rannsóknin er einskorðuð við breytingar á vindafari. Síðar verður litið á aðra ofangreinda þætti. Auk mögulegra breytinga á tækifærum til ferðamennsku á jöklinum þá hafa allir ofannefndir þættir mikla þýðingu fyrir t.a.m. samgöngumannvirki, vatnsbúskap, gróðurfar og búsetuskilyrði við jökulinn, t.d. í úrkomuskugganum á hálendinu norðan Vatnajökuls og á láglendinu í Austur-Skaftafellssýslu. Staðbundin óveður og sviptivindar eru þekkt, t.a.m. í Öræfum þar sem þau trufla umferð umtalsvert á hverju ári, en óveður þessi myndast við samspil loftstraumsins við landslagið. Jafnframt eru ýmis rök sem benda til að með stærð sinni hafi Vatnajökull talsverð áhrif á brautir lægða við Suðausturland. Einnig má leiða að því líkur að við að ákveðin skilyrði í lofthjúpnum yfir landinu eigi jökullinn mikilvægan þátt í mögulegri myndun lægða á miðunum suður og austur af landinu.

Niðurstöður

Í rannsókninni hefur verið horft til áhrifa Vatnajökuls á vindafar í næst nágrenni sínu. Veðurreikningar með og án jökulsins benda til að þegar jökullinn hopar/hverfur þá megi gera ráð fyrir verulegum breytingum í vindafari. Vindur á svæðinu sem kemur undan jökli verður heldur minni en á jöklinum sjálfum. Á láglendinu nærri jöklinum og nokkuð fjarri honum verður meðalvindur heldur meiri vegna að minnkandi skjóláhrifa frá jöklinum. Tíðni fallvinda að sumrinu dregst mjög saman og þeir veikjast. Vísbendingar eru jafnframt um að óveðrum mun heldur fækka og þau veikjast. Breytingar á vindafari í kringum jökulinn, einvörðungu vegna hlýnandi loftslags en ekki vegna rýrnun jökulsins, eru hverfandi m.v. áhrif frá breytingum á sjálfum jöklinum.

Smellið hér til að sjá restina af skýrslunni.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.