Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-017
Fjárhæð 400.000
Umsækjandi Náttúrustofa Norðausturlands
Stjórnandi Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Örnefni-hnit og lysing.xlsx Kort-oll-ornefni.pdf Ornefni-veftol-greinargerd-2013.pdf Kort-hluti-ornefna.pdf Örnefni í Jökulsárgljúfrum-greinargerð.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Örnefni Jökulsárgljúfra eru varðveitt í nokkrum örnefnaskrám sem flestar eru gamlar og höfundar þeirra flestir látnir. Fjöldi örnefna á svæðinu er á bilinu 500-600 fyrir þjóðgarðssvæðið vestan ár en svæðið er um 120 km2. Örnefnin eru ekki hnitsett og fáir þekkja staðsetningu margra þeirra og er sú vitneskja á undanhaldi.
Verkefnið mun stuðla að varðveislu menningarminja þjóðgarðsins, í þessu tilviki örnefna og sagna þeim tengdum. Verkefnið mun nýtast Vatnajökulsþjóðgarði við kortagerð og fræðslu til gesta. Má því segja að endanlegur markhópur verkefnisins séu allir gestir þjóðgarðsins.

Niðurstöður

Í lokaskýrslu verkefnisins má sjá loftmyndir með örnefnum merkt inn, hana má nálgast hér eða í viðhengjunum ofar. Viðhengin í samantektinni um verkefnið eru svo með örnefnin á nokkrum mismunandi formum.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.