Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-018
Fjárhæð 400.000
Umsækjandi Hulda Rós Sigurðardóttir
Stjórnandi Hulda Rós Sigurðardóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi kortdaemi.pdf bodskortid.pdf syningarskranota.pdf syning.pdf nanarilysing-vinirvatnaj.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Sögusýning um sögufrægan hornfirskan listamann með áherslu á menningartengda ferðaþjónustu. Markmiðið er að tengja Svavar Guðnason með nýjum hætti við náttúru Austur-Skaftafellssýslu og kynna ferðamönnum betur sögu hans og uppruna. Útskýra hvernig æskuár Svavars og uppeldi í ríki Vatnajökuls höfðu áhrif á listsköpun hans og farsælan feril sem einn helsta listamann þjóðarinnar.
Sýna hvernig Vatnajökull hefur áhrif á umhverfi sitt, ekki aðeins náttúrufræðilega heldur einnig í listum, menningu og sögu. Tengja Svavar við ferðaþjónustu á Suður- og Suðausturlandi.  Auka umfjöllun um Svavar sem hornfirskan listamann á landsvísu og erlendis.  Að fræða Hornfirðinga og alla landsmenn um Svavar og kynna hann fyrir yngri kynslóðum.

Niðurstöður

Upplýsingar um sýninguna má finna í viðhengjum í samantekt um verkefnið.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.