Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-019
Fjárhæð 3.000.000
Umsækjandi Ferðafélag Íslands
Stjórnandi Páll Guðmundsson
Lengd verkefnis 2 ár
Viðhengi Áfangaskýrsla - vatnajökull.docx
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmiðið er að kynna Vatnajökul og einstaka svæði hans fyrir almenningi með því að gera gönguleið umhverfis jökulinn. Verkefni Ferðafélags Íslands er í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð, Vini Vatnajökuls, sveitarfélög og ferðafélög. Verkefnið miðar að því að gengið verði umhverfis Vatnajökul í 6 áföngum og almenningi boðin þátttaka í ferðunum en þó hámarksfjölda í hverjum leiðangri.  Undirbúningsvinna við verkefnið er þegar hafin og fyrsti leiðangur verður farinn í maí 2012. Hver leiðangur stendur í 4 - 6 daga. Sett verða upp sex skilti. Mun hvert þeirra dekka ákveðið svæði og ná svæðin til samans umhverfis allan jökulinn.  Ljós er að verkefnið mun þróast og vaxa á meðan á því stendur og í framhaldi verði ráðist í að styrkja svæðið enn frekar sem ferðamannasvæði, þá meðal annars  með frekari uppbyggingu á aðstöðu og leiðum, t.d. brúargerð eða byggingu skála, salernisaðstöðu, gerð tjaldstæða og svo framvegis eftir því sem skipulag svæðisins leyfir. Verkefnið verður kynnt almenningi. Til lengri tíma mun verkefnið styrkja ferðaþjónustu og möguleika á svæðinu.

Niðurstöður

Stöðu verkefnisins má sjá í viðhengi undir Áfangaskýrsla - Vatnajökull. Frestun hefur orðið á lokaskýrslu m.a. vegna eldsumbrota í Holuhrauni.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.