Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-020
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi FAS – Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
Stjórnandi Hjördís Skírnisdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Viðhengi FAS lokaskýrsla.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að halda utan um niðurstöður rannsókna nemenda FAS og gera þær aðgengilegar fyrir almenning, vísindamenn og alla þá sem áhuga hafa á efninu. Um mikilvæga gangaöflun er að ræða, ekki eingöngu fyrir nemendur skólans heldur einnig fyrir vísindagreinina í heild sinni. í gengum árin hafa nemendur FAS stundað náttúrufarsrannsóknir og hafa safnast upp mikilvæg gögn í eigu skólans. Til þess að nýta megi niðurstöður fyrri rannsókna á sem bestan hátt þarf að gera þær aðgengilegar hverjum þeim sem áhuga hefur á efninu. Útbúa þarf gagnagrunn sem nemendur geta nýtt á námskeiðum sínum, bæði til að hlaða inn nýjum gögnum og einnig til að fá aðgang að eldri gögnum og meta þannig niðurstöður sínar í víðara samhengi. Þessi gagnagrunnur þarf að vera aðgengilegur á veraldarvefnum svo einstaklingar utan skólans hafi greiðan aðgang að  niðurstöðunum.

Niðurstöður

Afrakstur verkefnisins er vefsíða. Einnig er til lokaskýrsla fyrir áhugasama.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.