Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-021
Fjárhæð 660.167
Umsækjandi Náttúrustofa Norðausturlands
Stjórnandi Aðalsteinn Örn Snæþórsson
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Varpútbreiðsla heiðagæsar...pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Heiðagæsir hafa takmarkaða útbreiðslu í heiminum og verpa einungis á Íslandi, Grænlandi og Svalbarða. Talið er að meira en helmingur heimsstofnsins verpi hér á landi og ber því Ísland ríka alþjóðlega ábyrgð á tegundinni. Stofninn er stór og hefur farið stækkandi undanfarin ár. Heiðagæsir verpa að mestu leyti við votlendi á hálendi landsins. Meðal annars innan Herðubreiðarfriðlands.
Vatnajökulsþjóðgarður sem hefur umsjón með Herðubreiðarfriðlandi, hefur haft þá stefnu að opna ekki veginn upp í friðlandið fyrr en gæsirnar hafa ungað út þó vegurinn hafi oft verið fær mun fyrr. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að gæsirnar afræki hreiður sín en þær geta verið viðkvæmar á álegutíma. Eftir útungun yfirgefa flestar gæsirnar svæðið með ungana sína og halda til svæða sem eru fjarri umferð. Ferðaþjónustuaðilar hafa hins vegar viljað komast fyrr á svæðið og hefur því myndast togstreita þarna á milli.
Þjóðgarðsvörður norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs óskaði eftir áliti Náttúrustofunnar á vandamálinu vorið 2011. Þar sem engir fjármunir voru fyrir hendi til vettvangsathugana þá og lítið um góðar heimildir þá gat Náttúrustofan ekki gefið vel ígrundað álit.
Heiðagæsavarpið er nytjað af landeigendum en síðasta mat á fjölda heiðagæsapara er frá 2005 en þá var talið að á svæðinu væru 240 – 280 pör. Það skortir tilfinnanlega óháða úttekt á varpi heiðagæsa í friðlandinu. Úttekt sem sýnir hvernig fuglarnir dreifast um svæðið og hvenær búast megi við klaki fuglanna. Slík vitneskja er grundvöllur stjórnunar á umferð um svæðið. Markmið verkefnisins er að bæta úr þessari þörf.

Niðurstöður

Styrkur ekki þeginn þar sem ekki fékkst mótframlag.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.