Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-012
Fjárhæð 2.750.000
Umsækjandi HUGO FILM
Stjórnandi Jón Þórisson
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að fullvinna handrit að heimildarmynd sem fjallar um sögulegan leiðangur Watts og gera fjárhags og fjármögnunaráætlun um verkið, fullvinna stutta stiklu (trailer) þannig að hægt verði að sækja um fjármögnun fyrir framleiðslu myndarinnar til viðeigandi sjóða, finna erlenda meðframleiðendur að verkinu og selja það til erlendra sjónvarpsstöðva.
Lokamarkmiðið er gerð heimildarmyndar sem tekin verði til sýninga um allan heim. Ætlunin er að í myndinni verði sett fram myndræn lýsing á sögu, lífríki og náttúru Vatnajökuls. Með því að tefla saman sögulegum leiðangri Watts við nýjustu vísindi um þróun loftslags og náttúrufars jökulsins fá áhorfendur tækifæri til þess að kynnast því hvernig viðhorf vísindamanna og lífshættir okkar hafa breyst og hvernig maðurinn hefur áhrif á umhverfi sitt, þær hættur sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum en jafnframt kynnist áhorfandinn töfrum svæðisins.

Niðurstöður

Óskað var eftir fresti, búist var við niðurstöðum haust 2014. (sjá frestsumsókn hér)

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.