Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-007
Fjárhæð 1.400.000
Umsækjandi Fálkasetur Íslands
Stjórnandi Hjörleifur Finnsson
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Viðhengi Lokaskýrsla.pdf Boðskort á opnun Vefsíðu Fálkaseturs.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Fálkasetrið í Ásbyrgi er einn helsti miðlari vísindalegrar þekkingar og vöktunar á fálka- og rjúpnastofninum til almennings á Íslandi. Virðing og þekking almennings á fálkanum, lifnaðarháttum, vistfræði og tengslum tegundarinnar við aðrar fuglategundir hefur aukist. Fálkasetrið heldur uppi lifandi starfsemi þar sem tengsl vísindalegrar þekkingar og menningar eru í hávegum höfð.
Fálkasetrið skapar atvinnu og hefur jákvæð efnahagsleg áhrif á samfélagið.

Niðurstöður

Hér má sjá afrakstur verkefnisins.

Stjórn Fálkaseturs Íslands skipaði þriggja manna ritnefnd, sem sá um framkvæmd verkefnisins. Gerðir voru samningar við Náttúrustofu Norðausturlands um ritstjórn og textagerð og við Blokkina Sf um tæknihlið málanna og útlitshönnun vefsins. Í fyrstu var stefnt á opnun vefsins í byrjun maí 2012 en Blokkin stóð ekki við sinn hluta var opnuninni frestað fram á haustið. Eftir allnokurn þrýsting á Blokkina kom svo endanlegt útlit síðunnar í ljós í byrjun október og var hún formlega opnuð á fræðslukvöldi Fálkasetursins 11. október síðastliðinn.

Lokaskýrslu verkefnisins má nálgast hér.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.