Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2012-011
Fjárhæð 1.292.316
Umsækjandi Náttúrufræðistofnun Íslands
Stjórnandi Kristján Jónasson
Lengd verkefnis 2 ár
Viðhengi Frestun.pdf Bardarbunga_Framvinda_2014.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að taka saman gögn um jarðfræði og gossögu eldstöðvakerfis Bárðarbungu og setja fram á aðgengilegan hátt. Staða þekkingar verður könnuð og upplýsingar samræmdar. Þá verða farnar vettvangsferðir um svæðið í þeim tilgangi að samræma upplýsingar frekar og fylla í eyður. Kerfinu verður síðan lýst á aðgengilegan hátt og mikilvægi jarðminja dregið fram. Lögð verða drög að áhugaverðum rannsóknarverkefnum fyrir framhaldsnema í jarðvísindum. Suðvesturhluti svæðisins verður skoðaður árið 2013, norðausturhlutinn árið 2014. Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að vekja athygli á eldstöðvakerfi Bárðarbungu. Segja má að Bárðarbunga hafi sjálf tekið að sér að ná þessu markmið með myndarlegu eldgosi árið 2014. Fjöldi jarðvísindamanna og nema stunda nú margvíslegar rannsóknir á hinum ýmsu þáttum eldstöðvakerfisins og almenningur fær stöðugar fréttir af gangi mála á gosstöðvunum.

Niðurstöður

Verkefnið er í vinnslu sjá framvinduskýrslu í viðhengi. Búast má við niðurstöðum árslok 2015 ef ástand á gosstöðvum leyfir.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.