Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2012-0013
Fjárhæð 1.072.000
Umsækjandi Björn Oddsson
Stjórnandi Björn Oddsson
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Ennbetravedur2012.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Þetta verkefni er framhald af verkefninu Betra Veður í Kverkfjöllum sem var styrkt árið 2011.

 

Markmið verkefnisins er í grunnin það sama og fyrra ár, en til viðbótar má nefna tilgang vefmyndavélar sem hefur í allt sumar gefið fólki tækifæri til að skoða undraheima þjóðgarðsins. Óvíða eru eins miklar sveiflur í veðri og má segja að árstíðahringurinn hlaupi á vikum en ekki ári í Hverkfjöllum. Nú er einnig í gangi átak vegna vöktunar á virkum eldstöðvum á Íslandi. Vefmyndavélin í Kverkfjöllum gegnir mikilvægu hlutverki í þeirri vöktun og því mikilvægt að tryggja rekstur hennar á næsta ári. Á miðju sumri var ný og betri vefmyndavél sett upp þar sem horft er yfir Öskju og flæðurnar norðan Dyngjujökuls. Nú er hægt að fylgjast með uppfoki á þessum slóðum og haga ferðum eftir því.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.