Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2012-005
Fjárhæð 600.000
Umsækjandi Austurbrú ses
Stjórnandi Guðrún Á. Jónsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Viðhengi Lokaskýrsla.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Við gerð verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir austursvæði þjóðgarðsins árið 2010. Kom í ljós að ekki voru til tæmandi upplýsingar um fossa á svæðinu. Fossar hafa verndargildi sbr. 37. gr. laga um náttúruvernd (44/1999). Þekkt er að fossar hafa gjarnan aðdráttarafl fyrir ferðamenn vegna fegurðar og fjölbreytni, á öllum árstímum. Einnig að umhverfi fossa og lækja getur verið viðkvæmt og þolað illa ágang. Töluvert er af lækjum og ám á Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs einkum við Snæfell og á Snæfellsöræfum, vitað er frá staðkunnugum um allmarga fossa þar. Margir fossanna eru nafnlausir og ekki nákvæmlega staðsettir eða til á þeim lýsingar. Markmið verkefnisins er að kortleggja, mynda og segja frá fossum á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem lítið er til af gögnum um þá fjölmörgu fossa og læki sem má finna á svæðinu. Áætlað er að ganga að sem flestum fossum á austursvæði staðsetja þá með GPS tæki, taka af þeim mynd og gera stutta lýsingu. Úr þessum gögnum verður gerð fossaskrá sem verður aðgengileg á vefsíðu.

Niðurstöður

Alls voru milli 60 og 70 staðsetningar skráðar í vettvangsferðum sumarsins 2013 og af þeim skráningum eru 56 skráðar flúðir og fossar sem hér er gerð grein fyrir. Skráningin á fossum er alls ekki tæmandi fyrir Snæfellssvæðið en tekur þó vafalítið til meirihluta fossa á þeim svæðum sem hafa verið skoðuð.

Sjá nánar á vefsíðu eða í lokaskýrslu.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.