Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2012-015
Fjárhæð 479.412
Umsækjandi Landbúnaðarháskóli Íslands
Stjórnandi Bjarni Diðrik Sigurðsson
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Lokaskýrsla 12-12-12.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að auka fræðilega þekkingu á því hvernig starfhæf vistkerfi myndast á einangruðum jökulskerjum eftir að þau koma undan jökli. Þetta eru aðstæður sem einkenndu nánast allt Ísland í lok Ísaldar fyrir um 11.000 árum. Slíkar rannsóknir hafa því mikið náttúrufræðilegt og sögulegt gildi og niðurstöðurnar eru áhugaverðar fyrir fræðimenn og ef til vill ekki síður áhugaverðar fyrir almenning, svo sem í gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðs.

Niðurstöður

Köfnunarefni (N) er það næringarefni sem oftast takmarkar vöxt plantna og virkni vistkerfa á norðurslóðum (Chapin o.fl. 2002). N finnst ekki í berggrunninum, heldur verður það að berast inn í vistkerfin annað hvort með örverubindingu úr andrúmslofti eða í uppleystu formi með úrkomu. Engar niturbindandi plöntur finnast í Esjufjöllum eða á hinum jökulskerjunum (Bjarni Diðrik Sigurðsson o.fl. 2006), þannig að líklega berst N inn á svæðið aðallega með úrkomu. Magn N í úrkomu er mjög lítið á Íslandi, og einungis berast um 1,2 kg N / ha / ári þar sem ársúrkoma er um 1500 mm (Albert S. Sigurðsson 2005). Þegar niðurstöður á styrk N í jarðvegi skerjanna er skoðaður á 5. mynd, þá kemur fram sterkt samband við aldur þeirra. Langhæstur er hann ofan jökulgarðsins frá 1915 í hlíðum Skálabjarga (E4), en þar hefur gróður vaxið frá lokum síðustu Ísaldar. Þar er þó brattlent, þannig að trúlega hafa skriður raskað þar gróðri og jarðvegi, og því er aðeins sagt að þarna séu svæðin sennilega >1000 ára gömul. Þegar kemur upp í jaðar gróðurmarka (E5), þá er marktækt minna N að finna í jarðveginum, eða samsvarandi magn og finnst eftir 70 ár. Þetta sýnir hversu mikilvægur gróðurinn er til að halda í N í vistkerfinu.

Nánar í lokaskýrslunni sem má nálgast hér.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.