Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2012-027
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi Kirkjubæjarstofa ses
Stjórnandi Ólafía Jakobsdóttir
Lengd verkefnis Verklok 2013
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmiðið er að auka skilning fólks á náttúru svæðisins og efla fræðslu um jarðfræði og sögu þess.
Mun það gert með útgáfu kynningarefnis fyrir skóla, auglýsingum, á vefsíðum, facebook og staðbundinni kynningu í upplýsingamiðstöð Skaftárhrepps og hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu.
Verkefninu er ætlað að stuðla að aukinni fræðslu og þekkingu almennings á náttúru og sögu í grenndarsamfélagi Vatnajökulsþjóðgarðs. Verkefninu er ætlað að skapa verðmæti fyrir atvinnulíf Skaftárhrepps, stuðla að sjálfbærni og efla stöðu náttúrutengdrar ferðamennsku á svæðinu og gagnast þannig Vatnajökulsþjóðgarði sem og svæðinu í heild.
Niðurstöður verkefnisins munu fyrst og fremst verða sýnilegar á vettvangi við gönguleiðirnar og ennfremur í bæklingi, með myndefni og á öðru formi sem valið verður við frekari vinnslu verkefnisins.

Samráðsaðilar eru eftirtaldir:
Sveitarfélagið Skaftárhreppur, Ferðamálafélag Skaftárhrepps, Friður og frumkraftar - hagsmunafélag atvinnulífs í Skaftárhreppi, Katla - Jarðvangur ( Geopark) og Háskólasetrið á Hornafirði.

Undirbúningur að verkefninu hófst í tengslun við NEED verkefni Háskólasetursins á Hornafirði á árunum 2009 - 2010
Styrkur frá NEED verkefninu var kr. 500.000.- sem nýttist í hugmyndavinnu og mótun verkefnisins.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.