Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2012-019
Fjárhæð 4.500.000
Umsækjandi Mons
Stjórnandi Andri Ómarsson
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að búa til heimildarmyndina Jarðneskur Máni sem fjallar um tunglferðir NASA og æfingar tunglfaranna á Íslandi sem fóru að mestu leyti fram á norðursvæði Vatnajökulþjóðgarðsins. Fjallað verður ítarlega um hvar og hvað æft var á Íslandi og viðtöl tekin við þá sem komu að dvöl geimfaranna hér á landi. Rætt verður við nokkra geimfara sem æfðu hér á landi og gengu síðar á tunglinu. Myndin verður kynnt rækilega í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Hún verður framleidd á bæði íslensku og ensku og í tveimur mismunandi lengdum. Hún mun verða sýnd í sjónvarpi og á kvikmyndahátíðum auk þess sem skólar munu án efa geta notað myndina til kennslu.

Niðurstöður

Verkefnið er í vinnslu.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.