Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2012-020
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi Kirkjubæjarstofa ses
Stjórnandi Ólafía Jakobsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Viðhengi lokaskyrsla 20-08-2014.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið þessa verkefnis er að efla ferðaþjónustu í Skaftárhreppi með markvissri fræðslu um svæðið. Sérstaklega er lögð áhersla á að kynna það sem getur hvatt ferðamenn til að heimsækja héraðið utan sumartímans til að styrkja ferðaþjónustuna þann tíma sem minnst er að gera.

Niðurstöður

Afurð verkefnisins er fræðslubæklingurinn „Klausturstígur – Náttúra og saga við Kirkjubæjarklaustur“. Bæklingurinn inniheldur veglegt ítarefni um náttúrufar sögu og menningu svæðisins ásamt korti af gönguleiðinni. Einnig var unnið fræðsluefni fyrir börn þar sem teikningar af fræðsluskiltum við stíginn voru útfærðar í litabók með stuttum enskum og íslenskum skýringartexta. Afleidd afurð af verkefninu er snjallleiðsögn Friðar og frumkraftað um leiðina sem hægt er að nálgast í gegnum smáforritið Locatify fyrir Android, iPhone og iPad. Forritið fæst gjaldfrjálst í gegnum App Store og Google Play.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.