Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2012-007
Fjárhæð 3.000.000
Umsækjandi Veðurstofa Íslands
Stjórnandi Tómas Jóhannesson
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að gera nákvæmt landlíkan af helstu jöklum landsins, þ.e. Vatnajökli, Hofsjökli, Langjökli, Mýrdalsjökli, Eyjafjallajökli og Drangajökli og nokkrum öðrum jöklum. Miðað er við að nákvæmnin verði betri en 0,5 m í lóðrétta stefnu og möskvastærðin 5x5 m. Sambærilegt landlíkan af jöklum landsins er ekki til. Nýtt landlíkan mun gefa ýmsum öðrum mælingum á jöklunum aukið gildi vegna þess að það er unnt að nota til samanburðar við allar aðrar mælingar, bæði fyrirliggjandi mælingar og mælingar sem gerðar verða á næstu árum. Landlíkanið yrði mikilvægur áfangi í rannsóknum á náttúrufari landsins og mun nýtast um ókomin ár til margvíslegra rannsókna

Niðurstöður

Fjölmargar íslenskar stofnanir hafa komið að því að styrkja þetta verkefni en verkefninu er lokið og þessar mælingar eru til.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.