Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2012-010
Fjárhæð 394.840
Umsækjandi Landlínur ehf.
Stjórnandi Landlínur ehf.
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Ragnar Frank Kristjánsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli 1998-2007 og kona hans Ulla R. Pedersen hófu skráningu örnefna í Skaftafelli árið 2006. Stuðst var við örnefnalýsingu frá Örnefnastofnun Íslands (nú Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum) sem skráð var af Ara Gíslasyni. Örnefnin voru staðsett á útprentuðum loftmyndum  með aðstoð staðkunnugra. Vinnu við að skrá örnefnin var ekki lokið þegar Ragnar og Ulla fluttu frá Skaftafell haustið 2007 en áhersla hafði verið lögð á að skrá örnefni á neðra hluta Austurheiðar í landi Bölta (Skaftafell 1) þar sem heimildarmenn, íbúar Bölta,  voru nærtækir, en  fá örnefni voru skráð í landi Sels og Hæða (Skaftafells 3). Við seinni skráningu þar var haft náið samstarf við Stefán Benediktsson, fyrrum þjóðgarðsvörð í Skaftafelli. Vegna skilnings á mikilvægi varðveitingar örnefna og áhuga á staðinn var ákveðið að halda áfram skráningu örnefna Skaftafelli þegar Ulla tók til starfa sem ráðgjafi hjá Landlínum ehf. Þau örnefni sem þegar voru skráð á pappír voru færðar inn í stafrænan og hnitfestan loftmyndagrunn, í hnitakerfinu ISN93. Alls voru skráð 165 örnefni á neðri hluta Skaftafellsheiðar.

Við frágang tölvugagna var farið eftir leiðbeiningum Landmælinga Íslands um örnefnaskráningu. Við skráningu hvers örnefnis er heimildarmanna getið og tengsla heimildarmanna við svæðið. Þá eru dagsetningar og nafnberar skráðir. Slík vinna krefst mikillar nákvæmni og kunnáttu. Nauðsynlegt er að hafa aðgang að gagnavinnsluforrit sem býður upp á það að tengja margar upplýsingar við einn nafnbera. Gögnin eru nú tilbúin á því formi að þau má setja beint inn í gagnagrunn Landmælinga Íslands. Landmælingar Íslands taka við og birta örnefnaskráningar en greiðar ekki fyrir skráningu örnefna. Gögn um örnefni í Skaftafelli eru ómetanleg menningarverðmæti sem auka skilning almennings á sögu og landnotkun staðarins í gegnum tíðina. Þau munu gagnast vel við kortagerð, heimildarvinnu og gerð fræðsluefnis fyrir þjóðgarðinn.

 

Niðurstöður

Verkefninu er lokið, alls voru skráð 165 örnefni á neðri hluta Skaftafellsheiðar. Niðurstöður má sjá á vef Landmælinga íslands.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.