Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2012-024
Fjárhæð 1.290.000
Umsækjandi Veiðimálastofnun
Stjórnandi Jón S. Ólafsson
Lengd verkefnis 2 ár
Viðhengi Framvinduskýrsla 03-2014.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Rannsóknin verður hluti af viðamiklum rannsóknum sem staðið hafa yfir sl. ár á vatnalífríki á háhitasvæðum. Markmið rannsóknarinnar er þríþætt:

  1. Afla grunnupplýsinga um vatnalífríki á háhitasvæðum landsins.
  2. Meta áhrif afrennslis háhitasvæða á vatna- og landvistkerf.
  3. Greina helstu umhverfisþætti sem mótað hafa vistkerfi háhitasvæða í tengslum við afrennsli af þeim.

Með þessu er ætlunin að svara spurningum er lúta meðal annars að sérstöðu jarðhitavistkerfa.

Hér er því sótt um þriðja og síðasta hluta í þeirri yfirlitsrannsókn sem hófst 2011 og ætlunin er að beina sjónum að háhitasvæðum norðan Vatnajökuls: Vonarskarði og Kverkfjöllum.

Niðurstöður

Verkefnið er í vinnslu, hægt er að skoða framvinduskýrslu frá 2014 til að fá upplýsingar um stöðu mála. Hér er smá texti úr skýrslunni (en myndir og annað sem vitnað er í má sjá í henni):

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar á lífi í afrennslisvatni af háhitasvæðinu í Vonarskarði eru í samræmi við niðurstöður af öðrum háhitasvæðum m.a. hvað varðar tengsl blaðgrænu (lífmassi þörunga) og vatnshita (myndir 15a og b). Lífmassi þörunga, mældur sem styrkleiki blaðgrænu, var langhæstur í læk VON03 sem var með heitari lækjum á svæðinu. Munaði mestu um hlut blágrænbaktería í þessum læk. Lífmassi þörunga í öðrum heitum var margfallt hærri en í þeim kaldari. Á hinn bóginn var þéttleiki hryggleysingja yfirleitt lægri í heitari lækjunum í Vonarskarði, ef undan er skilinn lækur VON07, en þar var mjög mikill þéttleiki botndýra. Líkt og áð öðrum svæðum þá var rykmý (Chironomidae) ríkjandi hópur botndýra í Vonarskarði, einkum í kaldari lækjunum. Í þeim heitari voru liðormar (Oligochaeta) og krabbadýr (Crustacea) hlutfallslega algengari en rykmýið. Þær niðurstöður eru í samræmi við það sem sást í lækjum á öðrum háhitasvæðum, þar sem þéttleiki hryggleysingja hafði tilhnegingu til að minnka með auknum hita (mynd 16) og samfara hækkuðum hita minnkaði hlutur rykmýs (mynd 17).

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.