Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2012-025
Fjárhæð 2.400.000
Umsækjandi Þóra Ellen Þórhallsdóttir
Stjórnandi Þóra Ellen Þórhallsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins eru að skilja áhrif og afleiðingar gjóskufallsins frá Grímsvötnum vorið 2011 fyrir plöntur, smádýr og vistkerfi á Skeiðarársandi. Verkefnið skiptist í tvennt: Rannsóknir á áhrifum gjóskufallsins og samanburð á svörun ólíkra lífveruhópa og vistkerfa (i – ii) og tilraunir þar sem iii) möguleg áburðaráhrif þunns gjóskulags verða könnuð og iv) hvort slíkt lag getur skapað betri skilyrði fyrir spírun fræja og lifun og vöxt kímplantna og fullorðinna plantna.

i) Áhrif gjóskufalls á plöntur og góður.

ii) Áhrif gjóskufalls á smádýr.

iii) Getur þunnt öskulag haft jákvæð áhrif á plöntur með áburðaráhrifum?

iv) Getur þunnt gjóskulag bætt aðstæður fyrir uppvöxt og lifun kímplantna?

Ávinningur rannsóknanna felst í nýjum og betri skilningi á skammtíma áhrifum gjóskufallsins á einstakar plöntur og á gróður. Verkefnið er því innlegg í skilningi á þróun vistkerfa í og við Vatnajökulsþjóðgarð en það er líka mikilvægt fyrir skilning á afleiðingum gjóskufalls fyrir lífríki og vistkerfi, á Íslandi og almennt. Verkefninu er einnig ætlað að verða grunnur fyrir langtímarannsóknir á áhrifum gjóskufalls á gróðurframvindu og þróun vistkerfa. Gildi slíkra langtímarannsókna á áhrifum raskana (hér gjóskufalls) er löngu viðurkennt í vistfræði (t.d. Turner o.fl. 2003). Við jaðar Vatnajökuls eru slíkar rannsóknir sérlega mikilvægar til að skilja og spá fyrir um þróun þeirra kviku vistkerfa sem þar eru.

Niðurstöður

Í Grímsvatnagosinu 2011 dreifðist mikil gjóska yfir Skeiðarársand og kaffærði sums staðar alveg lágvaxinn gróður.

Skeiðarársandur var að mestu gróðurlaus auðn í byrjun 20. aldar, en er víða að breytast í gróið land. Ofarlega á sandinum er komin nokkuð samfelld mosaþekja, lyng og blómplöntur hafa breiðst út og um miðbik hans er að vaxa upp birkiskógur.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.