Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2013-012
Fjárhæð 2.800.000
Umsækjandi Náttúrustofa Suðausturlands
Stjórnandi Snævarr Guðmundsson
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Nýverið (2012) fannst gróðurlag milli setlaga í jökulaur framan við Breiðamerkurjökul. Setlagaopnan er talin hafa komið undan jökli um 2009 og situr óhögguð á upprunalegum myndunarstað. Jökullinn skreið yfir þetta svæði fyrir árið 1700 (eða fyrr á litlu ísöld) en áður lagðist jökulaur yfir gróðurlagið og varði það fyrir hnjaski. Venjulega eyða jöklar gróðri þegar þeir ganga yfir land og afmá þar með gróðurfarssögu í jarðlögum. Því er hér um einstakan fund að ræða. Í laginu er mór, mosi, birki, víðir og fleiri jurtategundir. Þessar lífrænu leifar þarf að aldursgreina til þess að finna aldur gróðursins og skýra hvenær gróðurlendi breyttist í Breiðamerkursand við kólnandi loftslag. Var það á sögutíma eða löngu fyrir landnám? Svörin yrðu merkt framlag til sögu Vatnajökulsþjóðgarðs. Óskað er eftir fjárstyrk vegna kostnaðar við aldursgreiningu og jarðfræðikortlagningu á fundarstöðum. 

Markmið verkefnisins er að auka skilning á framvindu gróðurfars og framrás skriðjökla sunnan Vatnajökuls þegar kuldaskeið, sem er nefnt litla ísöld, gekk í garð. Hér á landi er talið að sú kuldatíð hafi hafist á 13. öld og stóð hún fram á 20. öld, þó með nokkrum áratugalöngum hléum. Fundist hafa rótarbútar, greinar og mosi auk fleiri gróðurleifa á svæði sem nýlega er komið undan Breiðamerkurjökli. Markmið rannsóknaverkefnisins er aðgreina aldur gróðurleifanna og þar með hvenær framrás jökuls eyddi gróðurlendinu á Breiðumörk. Um einstakan fund fornra gróðurliefa er að ræða þar sem jökulaur/árset hefur lagst yfir gróðurlagið og varið það hnjaski þegar jökullinn skreið fram.

Niðurstöður munu varpa ljósi á gróðurfarssögu Breiðamerkursands, þekkingu um hve gróinn hann var um landnám og áhrif loftslagsbreytinga á gróðurfar Íslands.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.