Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2013-013
Fjárhæð 750.000
Umsækjandi Gísli Pálsson
Stjórnandi Ásdís Jónsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Verkefnið fjallar um hnattrænar umhverfisbreytingar frá sjónarhóli ört bráðnandi jökla á Íslandi. Kenningarlega tengir rannsóknin saman tvö svið innan félagsvísinda:
a) vísinda- og tæknifræði sem fjallar um framleiðslu og notkun vísinda og tækni
b) umhverfismannfræði.
Í verkefninu er sjónum beint að framleiðslu þekkingar á jöklum og jöklalandslagi hér á landi. Vísindaiðkun á íslenskum jöklum hefur um árabil byggt á samstarfi við heimamenn og jöklaáhugamenn undir merkjum Jöklarannsóknafélagsins. Heimamenn og jöklaáhugamenn hafa aflað sér víðtækrar þekkingar á jöklunum og mikillar reynslu af því að búa í og ferðast um landslag sem tekur sífelldum breytingum vegna samspils eldvirkni og bráðnunar. Í verkefninu er spurt um tengsl ólíkrar þekkingar á jöklunum og hvaða stöðu önnur þekking en náttúruvísindi þ.e. þekking heimamanna og sjálfboðaliða, samfélagsleg þekking, hefur í umræðunni um áhrif loftslagsbreytinga á jökla og viðbrögð við þeim. Niðurstöður nýtast til almenningsfræðslu og vísindasamfélagsins. Þær verða kynntar í fagtímaritum fyrir jarðvísindamenn, á veggspjöldum, í fluttum erindum og á vefsíðu Náttúrustofu Suðausturlands. Niðurstöðum má koma til almennings á ýmsan hátt, t. d. upplýsingaskiltum um náttúrufar og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs auk greina í tímaritum, bæklingum og dagblöðum.

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.