Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2013-001
Fjárhæð 4.975.000
Umsækjandi Jón Hjartarson
Stjórnandi Jón Hjartarson
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Brunasandsbók Greinargerð.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Sótt er um styrk til rannsóknavinnu og skrifa til að undirbúa útgáfu heildstæðs rits fyrir almenning um sögu og náttúrufar Brunasands sem og kynningarefni fyrir Vatnajökulsþjóðgarð þar sem brugðið er ljósi á sérstæða og kvika náttúru grenndarsveita þjóðgarðsins og einstaka mannlífssögu.

Brunasandur er víðáttumikið sléttlendi milli Skaftár og Hverfisfljóts í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs. Fyrir Skaftárelda voru þar lítt grónir áraurar en eftir að Brunahraunið beindi Hverfisfljóti til austurs fékk landið frið til að gróa upp. Á fyrri hluta 19. aldar varð til á Brunasandi yngsta sveit landsins, þar sem fólk bjó við erfiðan og að mörgu leyti dæmigerðan skaftfellskan búskap í óvenjulegri náttúrufarslegri umgjörð. Þróun vistkerfa á Brunasandi sl. 230 ár er dæmi um ófyrirsjáanlegar afleiðingar sem stórir jarðsögulegur atburðir (hér Skaftáreldar) geta haft. Slíkir atburðir eru fágætir og sjaldan hægt að rekja með sambærilegum hætti þær náttúrufarslegu og samfélagslegu breytingar sem fylgdu.

Sótt er um styrk til rannsóknavinnu og skrifa til að undirbúa

  1. útgáfu heildstæðs rits fyrir almenning um sögu og náttúrufar Brunasands
  2. kynningarefni fyrir Vatnajökulsþjóðgarð þar sem brugðið er ljósi á sérstæða og kvika náttúru grenndarsveita þjóðgarðsins og einstaka mannlífssögu.

Átta vísindamenn og heimamenn leggja til efni.

Niðurstöður

Ritið kemur út 2015 eins og sjá má í meðfylgjandi í greinargerð.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.