Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2013-015
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi Kirkjubæjarstofa
Stjórnandi Ólafía Jakobsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Lokaskýrsla.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Fræðslubæklingur um Klaustursstíg mun verða veglegt ítarefni um náttúrufar, sögu og menningu svæðisins í næsta nágrenni Kirkjubæjarklausturs, ásamt korti af gönguleið sem hefur þegar verið stikuð og merkt. Þar verður farið meðal annars farið í:

  1. Jarðfræði staðarins svo sem Landbrotshóla, Eldgjárgosið, Skaftáreldahraun, sjávarstöðubreytingar og jökulár.
  2. Sögu svæðisins nunnuklaustrið, Móðuharðindin, rafvæðinguna, strandnytjar og fleira.
  3. Líffræðina þar á meðal gróður, framvindu, fuglalíf og lífið í vatnsföllunum.
  4. Líf fólksins í gegnum aldirnar, búskaparhætti, samgöngur og fleira.
  5. Listamennina Guðjón Samúelsson, Kjarval og Erró.

 

Niðurstöður

Afurð verkefnisins er fræðslubæklingurinn „Klausturstígur – Náttúra og saga við
Kirkjubæjarklaustur“.

Bæklingurinn inniheldur veglegt ítarefni um náttúrufar, sögu og
menningu svæðisins, ásamt korti af gönguleiðinni. Einnig var unnið fræðsluefni fyrir börn þar
sem teikningar af fræðsluskiltum við stíginn voru útfærðar í litabók með stuttum enskum og
íslenskum skýringartexta.
Afleidd afurð af verkefninu er snjallleiðsögn Friðar og frumkrafta
um leiðina sem hægt er að nálgast í gegnum smáforritið Locatify fyrir Android, iPhone og
iPad. Forritið fæst gjaldfrjálst í gegn um App Store og Google Play
Fræðslubæklingurinn uppfyllir mjög vel það markmið sem honum voru sett; að miðla fróðleik
um náttúrufar, sögu og menningu Kirkjubæjarklausturs og næsta nágrennis. Með útgáfu
bæklingsins er mætt aukinni eftirspurn eftir ítarlegum fróðleik um svæðið. Fólk á þess nú
kost að eignast vandaðan bækling og lesa sér til um svæðið hvort sem það gengur
Klausturstíginn eða ekki.

Fræðslubæklingurinn er samstarfsverkefni Kirkjubæjarstofu og Kötlu jarðvangs. Bæklingurinn
mun nýtast öllum sem heimsækja svæðið, hvort sem það eru erlendir eða innlendir
ferðamenn. Bæklingurinn er einnig mikil búbót fyrir ferðaþjónustuaðila á svæðinu sem geta
nú bent sínum gestum á afþreyingu sem finna má í næsta nágrenni sem er hvatning fyrir ferðamenn til að
dvelja lengur, fræðast, upplifa og njóta svæðisins betur.
Litabókin var tilbúin í byrjun sumars og fór strax í dreifingu í Skaftárstofu og hjá
ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu. Bæklingurinn kom út í lok júlí 2014 og fór sömuleiðis
strax í dreifingu, Katla jarðvangur annast dreifinguna.

Sjá viðhengi.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.