Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2013-015
Fjárhæð 925.000
Umsækjandi Vatnajökulsþjóðgarður
Stjórnandi Ragna Fanney Jóhannsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að stuðla að verndun viðkvæmrar náttúru á háhitasvæðinu í Hveradal í Kverkfjöllum og renna styrkari stoðum undir sjálfbæra ferðamennsku á svæðinu. Verkefnið gengur út á fræðslu til ferðamanna um hið einstaka landslag, jarðfræði og líffræði háhitasvæðisins, náttúruverndargildi þess og mikilvægi ábyrgrar umgengni og öryggis ferðafólks. Gefinn verður út bæklingur í 6.000 eintökum og tekin upp nokkur 2-5 mínútna myndskeið með viðtölum við sérfræðinga og gesti um svæðið.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.