Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2013-019
Fjárhæð 1.500.000
Umsækjandi Veðurstofa Íslands
Stjórnandi Tómas Jóhannesson
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Í verkefninu verður lokið vinnslu nákvæmra landlíkana af jöklum landsins með leysimælingu úr flugvél. Verkefnið er hluti af kortlagningu á jöklum landsins, sem hófst 2008 í tilefni alþjóðaheimskautaársins 2007-2009 (IPY), og studd er af ýmsum rannsóknasjóðum og hagsmunaaðilum.

Niðurstöður

Hér er að finna PDF-útgáfu af erindi Tómasar Jóhannessonar á norræna jöklafræðinþinginu í október haustið 2014: "https://www.dropbox.com/s/sqbdwrdj9pd7agw/LiDAR-NIGS2014-Vik.pdf?dl=0" . Þar er lýst greiningu á rýrnun Hofsjökuls á grundvelli leysimælinganna sem Vinir Vatnajökuls hafa styrkt. Myndir aftast í erindinu sýna breytingar á Múlajökli frá 2008 til 2013 sem athyglisvert er að skoða þó Hofsjökull sé ekki á umsvifasvæði Vina Vatnajökuls. Svipuð greining er í vinnslu fyrir Kverkjökul í samvinnu við vísindamenn við Háskólann í Leeds í Englandi og Morsárjökul í samvinnu við Háskólann í Innsbruck.  Á árinu var sett saman heildarlandlíkan af öllum Vatnajökli úr leysimælingunum það hefur verið notað við eftirlit með eldsumbrotunum í Bárðarbungu. Verið er að setja saman heildarskýrslu um allar leysimælingarnar frá 2008. Hún kemur út sem skýrsla frá Veðurstofunni árið 2015. Niðurstöður leysimælinganna verða notaðar í næstu útgáfu af Íslandsatlas Máls og Menningar (höf. Hans H. Hansen), sem er í vinnslu þessa dagana. Veðurstofan hefur komið mælingunum á framfæri við önnur kortagerðarfyrirtæki með það í huga að þær verði notaðar við uppfærslu korta sem víðast, m.a. í GPS-leiðsögutækjum sem notuð eru af ferðamönnum. 

Framhaldsverkefni, nánari upplýsingar á fyrri styrk.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.