Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2013-022
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi Kirkjubæjarstofa ses
Stjórnandi Ólafía Jakobsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Örnefnaarfur - rafræn skráning örnefna í Skaftárhreppi- lokaskýrsla.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Verkefnið Örnefnaarfur snýst um söfnun örnefna og skráningu þeirra með rafrænum hætti í sveitarfélaginu Skaftárhreppi sem er annað landstærsta sveitarfélag landsins. Sótt er um styrk til að ljúka skráningu og frágangi örnefna í gamla Hörgslandshreppi og hefja undirbúning að örnefnaskráningu á öðrum svæðum Skaftárhrepps.

Niðurstöður

Afurð verkefnisins Örnefnaarfur er um 3000 rafrænt skráð örnefni í
austurhluta Skaftárhrepps, nánar tiltekið í gamla Hörgslandshreppi sem nær frá Geirlandsá að
sýslumörkum V-Skaftafellssýslu á Skeiðarársandi.
Örnefnin eru skráð og hnitsett í LUK forritinu Q - gis á myndkort frá Loftmyndum ehf.
Landeigendur/ábúendur á jörðum í gamla Hörgslandshreppi fá prentuð og plöstuð myndkort
í A3 stærð fyrir hverja jörð/ jarðaþyrpingu, geisladisk með mynd kortum, örnefnaskrá og
samantekt um heimildarmenn og aðferðafræði við skráninguna.
Landmælingar Íslands, Loftmyndir ehf, Árnastofnun, Skaftárhreppur og Búnaðarfélag
Hörgslandshrepps fá rafræn gögn á geisladiskum. Örnefnasafnið er einnig vistað í stafrænu
gagnasafni Kirkjubæjarstofu.

Sjá skýrslu um verkefnið.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.