Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2013-021
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi Menntaskólinn á Egilsstöðum
Stjórnandi Sigrún Árnadóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

"Nachhaltigkeit im Nationalpark – Wirfinden den Weg" er samstarfsverkefni Menntaskólans á Egilsstöðum og Max-Plank-Gymnasium í Trier í Þýskalandi. Verkefnið í heild er styrkt af Evrópusambandinu og fellur undir Comenius-nemendaskiptaverkefni. Yfirþemað er togstreitan á milli landnýtingar og landverndar. Hluti af þessu verkefni verður snjallsímaleiðsögn um hluta norð-austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs sem verður unnin í nánu samstarfi við Snæfellsstofu. Söfnun upplýsinga og gerð handrits vinna nemendur sem hluta af námi sínu við skólana. Lokaafurðin verður aðgengileg á snjallsímaappi og mun nýtast innlendum sem erlendum ferðamönnum í þjóðgarðinum.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.