Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2014-001
Fjárhæð 1.000.000
Umsækjandi Jöklarannsóknarfélag Íslands
Stjórnandi Hálfdán Ágústsson
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að bæta við upplýsingum á sporðamælingavef Jöklarannsóknafélagsins (Sporðaköst - afurð verkefnis 2013, www.jorfi.is/spordakost) sem opnaður var haustið 2014. Þar með talið ljósmyndum af sporðamælingastöðunum og GPS-hnitum af þeim (þar sem vantar), ásamt því að taka ljósmyndir af jöklum á stöðum þar sem til eru sögulegar ljósmyndir. Ljósmyndapör og raðir sýna svart á hvítu þær miklu breytingar sem orðið hafa á jöklum á síðastliðnum 100 árum eða svo.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.