Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2014-001
Fjárhæð 1.500.000
Umsækjandi Lífsmynd ehf
Stjórnandi Valdimar Leifsson
Lengd verkefnis 8 mánuðir
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Komið er að því að ljúka endanlega við gerð sjónvarpsþáttaraðarinnar Eldhjarta Íslands um Vatnajökulsþjóðgarð – lífið og náttúruna - sem RÚV hefur tryggt sér sýningarréttinn á, þ.e. að sýna fjóra 25 mínútna langa þætti. Gróflega flokkaðir sem suður–, vestur–, norður og austurhluti þjóðgarðsins, svipað og var gert í myndinni fyrir þjóðgarðinn, nema hvað nú bætast við öll skemmtilegu viðtölin og frásagnir fólksins sem býr á svæðinu eða vinnur þar að rannsóknum og öðru, og þeim blandað skemmtilega saman við almennan fróðleik og sögu svæðisins. 

Fljótlega eftir að tökum fyrir kvikmyndina Jöklaveröld lauk síðastliðið haust og farið var að flokka allt efnið, sem er hátt á annan tug klukkustunda með öllum viðtölunum, kviknaði sú hugmynd að með smá viðbótartökum í sumar væri auðveldlega hægt að bæta við fimmta þættinum sem væri eins konar samantekt og niðurlag, sem og framtíðarsýn. Þar yrði þá fjallað um það sem jökullinn er að gefa okkur mannfólkinu; auðvitað fegurð og orku - en ekki síst kemur hann við sögu ógleymanlegrar náttúruupplifunar og alls konar ferðaþjónustu. Spurningum velt upp um hlýnun jarðar og hverju hún muni breyta hér. Sem og spurningunni um hvers vegna við höfum þjóðgarða og hvert við stefnum þar (o.fl.).

Um er að ræða fimm 25 mínútna langa sjónvarpsþætti, sem væru tilbúnir til sýningar í haust. Vatnajökulsþjóðgarður og Vinir Vatnjökuls hefðu full afnot af þáttunum til að nota við hvaða tækifæri sem er í sinni kynningar-starfsemi, m.a. frumsýning í kvikmyndahúsi og einnig sem 125 mínútna löng heimildarmynd um Vatnajökulsþjóðgarð, náttúru hans og mannlífið sem þar er að finna. 

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.