Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2014-004
Fjárhæð 10.000.000
Umsækjandi Vatnajökulsþjóðgarður
Stjórnandi Snorri Baldursson
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Á Kirkjubæjarklaustri hefur Vatnajökulsþjóðgarður starfrækt gestastofu og upplýsingamiðstöð – Skaftárstofu – í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri í samstarfi við Skaftárhrepp o.fl. Gestum Skaftárstofu hefur fjölgað jafnt og þétt og engum blandast hugur um mikilvægi hennar. Frá 2011 hefur verið sýning í húsinu sem var hugsuð til bráðabirgða og því tími til kominn að endurnýja hana. Nýja sýningin er með:

  • 3-D kort af vestursvæði þjóðgarðsins utan jökuls og snertiskjái utandyra við suðvesturhorn Kirkjuhvols.
  • Einfalda spjaldasýningu um sérstæðustu náttúrufyrirbæri vestan jökuls.

Sýningin er því óháð opnunartíma. Gestir geta notað snertiskjáina hvenær sem er, að nóttu sem degi.

 

Hér eru myndir frá opnun sýningarinnar.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.