Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2014-006
Fjárhæð 1.000.000
Umsækjandi Guðmundur Bergkvist
Stjórnandi Guðmundur Bergkvist
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Heimildarmyndin er um bændur í Skaftártungu og samspil þeirra við náttúruna, smalamennskur á afrétti sem liggur að stórum hluta inni í Vatnajökulsþjóðgarði. Við fylgjumst í myndinni með nokkrum bændum við störf í sveitinni og að hausti þurfa þeir allir að sameinast um að smala fé af afrétti og fara saman til fjalla og eru þar í um það bil viku. Afréttur Skaftártungumanna og sveitin þeirra eru einhver allra fallegustu landsvæði á Íslandi sem kemur berlega í ljós í myndinni. Smalamennskurnar á þessu svæði byggja á langri hefð sem menn hafa nýtt skynsamlega í sátt við náttúruna í árhundruð.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.