Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2014-008
Fjárhæð 600.000
Umsækjandi Vatnajökulsþjóðgarður
Stjórnandi Helga Árnadóttir
Lengd verkefnis 4 mánuðir
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Sótt er um styrk til útgáfu nýs gönguleiðabæklings á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Í bæklingnum verður yfirlitskort af öllu suðursvæðinu og sérkort af gönguleiðum innan þjóðgarðs austan Jökulsárlóns.

Í fyrirhuguðum bæklingi er lögð áhersla á að kynna suðursvæðið sem eina heild með yfirlitskorti en megináherslan verður lögð á að kynna gönguleiðir og áningarstaði innan þjóðgarðs austan Jökulsárlóns; í Hjallanesi, á Heinabergi og við Hoffell.

Í það rúma ár sem Vatnajökulsþjóðgarður hefur rekið gestastofu í Gömlubúð á Höfn hefur bersýnilega komið í ljós þörfin fyrir góð göngukort, þar sem það er mikið um að ferðamenn spyrji um gönguleiðir í nágrenni Hafnar. Þjóðgarðurinn, í samvinnu við landeigendur, hefur unnið í því að stika gönguleiðir í Hjallanesi, á Heinabergi og í Hoffelli og útgáfa gönguleiðabæklings því beint framhald af þeirri vinnu.

Aukinn straumur ferðamanna er til Íslands og er suðursvæði þjóðgarðsins þar ekki undanskilið. Á suðursvæði þjóðgarðsins er að finna tvo af vinsælustu ferðamannastöðum landsins, Skaftafell og Jökulsárlón. Til að bregðast við auknum fjölda ferðamanna og dreifa þunganum er mikilvægt að byggja upp nýja áningarstaði og kynna þá fyrir ferðamönnum. Útgáfa bæklingsins væri góð kynning á þessum nýju útivistarmöguleikum innan þjóðgarðsins, en við teljum ekki síður mikilvægt að sýna vel tenginguna við þá þekktu staði sem nú þegar eru mikið sóttir og fólk þekkir.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.