Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2014-009
Fjárhæð 1.650.000
Umsækjandi Snorri Þór Tryggvason
Stjórnandi Snorri Þór Tryggvason
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Viðhengi Skaftafell - a3 layout_31juli2015.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að gera og gefa út frítt handteiknað, þrívítt gönguleiðakort af Skaftafelli og nærliggjandi umhverfi. Einnig verður komið á laggirnar vefsíðu þar sem hægt verður að nálgast endurgjaldslaust kort, gps-ferla og greinargóðar náttúrufars og leiðarlýsingar fyrir ferðamenn.Miðað er að því að verkefnið mæti jafnt þörfum ferðamanna, heimamanna og náttúrunnar. Kortið verður byggt á nákvæmu tölvugerðu þrívíddarlíkani til að tryggja nákvæmni. Verkefnið verður styrkt með mótframlagi þátttakenda (Snorri Þór Tryggvason, Pétur Stefánsson & Brian Suda) Tryggvi Stefánsson frá Svarma ehf. mun aðstoða við kortlagningu og loftmyndatökur með fjarstýrðum loftförum og gert er ráð fyrir að taka mjög nákvæmar loftmyndir að vetri og sumri. Vatnajökulsþjóðgarði og Vinum Vatnajökuls verða boðnar þessar loftmyndir til afnota endurgjaldslaust. Kortinu verður dreift frítt í 20.000 eintökum fyrsta árið og gert er ráð fyrir að fjármagna útkomu kortsins næstu ár með því að bjóða aðilum innan þjóðgarðsins að auglýsa þjónustu sína í kortinu.

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.