Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2014-012
Fjárhæð 800.000
Umsækjandi Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
Stjórnandi Zophonías Torfason
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Verkefnið snýst um að hanna nýjan vef fyrir Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Markmiðið er að gera skólann og starfið sem þar er unnið sýnilegra og aðgengilegra svo að margvísleg gögn og upplýsingar sem safnað hefur verið -og fyrirhugað er að safna á vegum nemenda og kennara- komist á framfæri. Nemendur og kennarar hafa á undanförnum árum og áratugum safnað upplýsingum um svæðið og byggðina við rætur Vatnajökuls. Verkefnið snýr að því að auðvelda uppfærslu, viðbætur og endurskipulagninu þeirra gagna þannig að á vef skólans birtist það sem metið er mikilvægast eða er nýjast á hverjum tíma. Núverandi vefur skólans www.fas.is ræður ekki við þetta verkefni. Hanna þarf vef skólans á þann hátt að nemendur á öllum skólastigum og almenningur hafi aðgang að honum með fjölbreytilegri tækni, t.d. snjallsíma og spjaldtölvu og geti nýtt sér upplýsingar sem þar eru.


Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.