Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2014-010
Fjárhæð 350.000
Umsækjandi Bókaútgáfan Hólar ehf
Stjórnandi Guðjón Ingi Eiríksson
Lengd verkefnis 1 mánuður
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Hreindýr eru eitt af því sem skapar hina miklu sérstöðu Austfjarða og
Vatnajökulsþjóðgarðs. Saga hreindýranna hér á landi nær aftur 
á ofanverða 18. öld. Dýrin voru flutt hingað til lands með það í huga að 
þau kæmu landsmönnum til góða. Hjarðmennska lík þeirri sem er í 
norðurhluta Skandinavíu komst þó aldrei á. Hreindýrin náðu fótfestu á 
Austurlandi og hafa verið nýtt með veiðum, meðal annars innan marka 
Vatnajökulsþjóðgarðs. 

Hreindýraskyttur er viðtalsbók. Tekin eru viðtöl við hreindýraskyttur og spanna þau hreindýraveiðar og fleira tengt hreindýrum nánast megnið af síðustu öld og fram á þessa. Þarna kristallast saga hreindýraveiðanna við íslenska náttúru með hliðsjón af lögum og reglugerðum um veiðarnar.

Niðurstöður

Bókinni er komin út, hún vekur athygli og þá sérstaklega hreindýraveiðimanna. Árið 2014 verður leyfilegt að skjóta rúmlega 1000 hreindýr hér á landi, veiðitímabilið stendur frá 15 júlí til 20 september. Dæmi eru um að menn sem halda til hreindýraveiða hafi enga reynslu af skotveiði. Því er hefur þeirri nýbreytni verið komið á að tilvonandi hreyndýraskyttum er gert að standast skotpróf.

Sjá umfjöllun um bókina.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.