Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2014-011
Fjárhæð 1.000.000
Umsækjandi Friður og frumkraftar, hagsmunafélag atvinnulífs í Skaftárhreppi
Stjórnandi Sandra Brá Jóhannsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Verkefnið snýst um að stuðla meiri samvinnu ferðaþjónustu og landbúnaðar í Skaftárhreppi til að stuðla að meiri notkun á staðbundnum matvælum. Um er að ræða eins árs verkefni þar sem lokaafurðin verður þróun matvæla/sælkeraferðar í Skaftárhrepp. Þetta verkefni hefur þann megintilgang að auka sjálfbærni í ferðaþjónustu efnahagslegu-, umhverfislegu og samfélagslegur tilliti.

  1.  Yfirmarkmið verkefnisins er að stuðla að efnahagslegri, umhverfislegri og samfélagslegri sjálfbærni í ferðaþjónustu í nærsveitum Vatnajökulsþjóðgarðs. Í Skaftárhreppi eru tvær stoð atvinnugreinar; ferðaþjónusta og landbúnaður sem geta átt mikla samlegð. Undirmarkmið verkefnisins er að auka gæði og hvetja til aukins framboðs staðbundinna matvæla í ferðaþjónustu og um leið styrkja stoðir landbúnaðar í sveitarfélaginu.
  2. Markhópurinn er í raun tvíþættur. Annars vegar er um að ræða vaxandi fjölda ferðamanna sem á leið um svæðið og gerir sífellt meiri kröfur um að þau matvæli sem borin eru á borð séu staðbundin. Hins vegar eru það aðilar sem starfa í þessum tveimur megin atvinnugreinum; ferðaþjónustuaðilar og bændur sem þarf að höfða til með meiri fræðslu um mikilvægi notkunar á staðbundnum matvælum og tækifærum þeim tengdum.
  3. Málþingið „Hvað er í matinn? – samtal ferðaþjónustu og landbúnaðar í Skaftárhreppi“ verður haldið 18. október á Hótel Laka og er fyrst skrefið í að ná til aðila í heimabyggð. Málþingið verður auglýst með dreifibréfi í öll hús, í bæjarblaði og sem facebook viðburður. Í framhaldinu verða svo í boði námskeið og fræðsla í samstarfi við ýmsa fagaðila í þeim tilgangi að kveikja áhuga og ýta undir enn frekara samstarf atvinnugreinanna. Til að ná til ferðamanna er stefnan tekin á ferðakaupstefnuna Vestnorden 2015 með hefðbundið kynningarefni s.s. bæklinga en einnig verður síðan www.visitklaustur.is notuð til almennrar netmarkaðssetningar.
  4. Verkefnið á mjög vel við áherslusvið Vina Vatnajökuls um sjálfbæra ferðaþjónustu. Aukin nýting ferðaþjónustu aðila á matvælum úr héraði er vel til þess fallinn að ýta undir efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbærni bæði fyrir ferðaþjónustu og landbúnað í Skaftárhreppi.
  5. Verkefninu er ætlað að hvetja til aukinnar notkunar og framboðs staðbundinna matvæla og mun því bæði skapa verðmæti og hagnýta afurð fyrir Vatnajökulsþjóðgarð og grenndarsamfélag hans.
  6. Niðurstöður verkefnisins verða kynningarefni bæði útgefið og fyrir vef um matarferðaþjónustu og staðbundin matvæli í Skaftárhreppi sem notað verður til kynningar fyrir ferðakaupendur á Vestnorden 2015.
  7. Friður og frumkraftar, hagsmunafélag atvinnulífs í Skaftárhreppi eru eigendur verkefnisins en þeir sem starfa innan landbúnaðar og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu eru hins vegar þeir sem koma til með að njóta góðs af þessu þarfa verkefni.
  8. Eftir því sem verkefninu framvindur verða sendar út fréttatilkynningar í tengslum við málþingið og aðra fræðslu í tengslum við verkefnið. Sér undirsíða verður á visitklaustur ætluð þeim sem leggja sérstaka áherslu á staðbundin matvæli og framleiðslu þeirra.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.