Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2014-024
Fjárhæð 2.000.000
Umsækjandi Vatnajökulsþjóðgarður
Stjórnandi Helga Árnadóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Hugmyndafræðin að baki þessari umsókn er að samþætta og nýta fyrri verkefni sem hlotið hafa styrk frá Vinum Vatnajökuls (Gestagötur, hefti Litla landvarðarins og tvær bækur eftir Sigþrúði Stellu Jóhannsdóttur), í svokölluðum „barnagötum“ – fræðslu- og upplifunarstígum fyrir börn. Ungmenni sem fara þessar götur og leysa verkefni þeim tengd fá að launum merki/viðurkenningarskjal Litla landvarðarins. Verkefnið er áfangaskipt. Fyrri áfangi (þessi umsókn) leggur áherslu á að þróa hugmyndafræði og útfæra barnagötur í nærumhverfi tveggja gestastofa þjóðgarðsins, þ.e. Gömlubúð á Höfn í Hornafirði og Skaftárstofu á Kirkjubæjarklaustri. Seinni áfangi felur í sér að útvíkka verkefnið þannig að það nái til allra gestastofa þjóðgarðsins.

Hagnýti verkefnisins felst í því að búa til jákvæða, skemmtilega og eftirminnilega afþreyingu fyrir fjölskyldur og börn sem heimsækja Vatnajökulsþjóðgarð og nágrenni en í leiðinni að koma til skila mikilvægi náttúrverndar og náttúruupplifunar.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.