Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2014-014
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi Helga Þórelfa Davids
Stjórnandi Helga Þórelfa Davids
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Verkefnið er á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu og stuðlar að aukinni þekkingu almennings á náttúru og sögu Lónssveitar. Lón og Lónssveit eru orðin mjög vinsælt gönguland, bæði meðal innlendra og erlendra ferðamanna. Núverandi upplýsingar um svæðið eru sundurleitar og mikil þörf er fyrir alhliða upplýsingarrit um sveitina með fróðleik um náttúrufar og sögu svæðisins auk upplýsinga um aðgangsleiðir, gistimöguleika og lýsinga á áhugaverðustu gönguleiðum. Undirrituð hefur á undanförnum árum safnað saman miklum upplýsingum um allt sem við kemur Lóni og Lónsöræfum og er byrjuð að skrifa handrit að fræðsluriti um svæðið.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.