Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2014-016
Fjárhæð 300.000
Umsækjandi Katla jarðvangur
Stjórnandi Jóna Björk Jónsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Hugmyndin með verkefninu er að í framtíðinni verði til áfangi í sem flestum framhaldsskólum landsins þar sem boðið er upp á vettvangsferð í Kötlu jarðvang og vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Á því svæði sem Katla jarðvangur og vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs nær yfir er að finna síkvika kennslustofu í jarðfræði og ýmsa staðir sem henta einstaklega vel til feltvinnu.
Katla jarðvangur hefur þegar unnið kennsluefni fyrir nemendur á framhaldsskólastigi sem hægt er að nálgast endurgjaldslaust á heimasíðu jarðvangsins á www.katlageopark.is. Nú er þörf á að þróa námsefnið frekar og hefur samstarf hafist við Menntaskólann við Hamrahlíð um það verkefni. Í MH er kenndur áfanginn Náttúruvár og náttúruhamfarir (JARÐ2BN05) sem er valáfangi í jarðfræði. Hugmyndin er að samtvinna þennan áfanga við Kötlu jarðvang og Vatnajökulþjóðgarð en það svæði býr yfir öllum helstu viðfangsefnum áfangans.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.