Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2014-017
Fjárhæð 2.550.000
Umsækjandi Vox Naturae
Stjórnandi Páll Ásgeir Davíðsson
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Run for Glaciers er náttúruhlaup við Skeiðarárjökul, hlaupið í þágu jökla. Vox Naturae og Arctic Running standa á bakvið Run for Glaciers sem verður unnið í nánu samstarfi við nærsamfélagið.

Boðið verður uppá fjölbreyttar hlaupaleiðir þannig að allir geti tekið þátt og sérstök áhersla verður lögð á fjölskyldufólk og unglinga. Stefnt er á að halda hlaupið í september 2015.

Tilgangur hlaupsins er að skapa meðvitund og aðgerðir við hopi jökla. Vel skipulögð markaðsherferð mun tryggja alþjóðlega fjölmiðlaumfjöllun og umræðu á samfélagsmiðlum, enda býður atburðurinn uppá áhugaverða frásögn og grípandi myndefni af fólki á hlaupum í fallegri náttúru. Inn í markaðs- og upplýsingaefni verður tvinnuð fræðsla um jökla og þjóðgarðinn.

Allur ágóði og áheit sem safnast fer í að setja upp ísjaka úr Jökulsárlóni á Times Square í New York í þeim tilgangi að vekja athygli á bráðnun jökla. Stefnt er að því að safna 5 milljónum króna.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.