Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2014-018
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi Skaftfellingafélagið í Reykjavík
Stjórnandi Skúli Oddson
Lengd verkefnis 2 mánuðir
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Skaftfellingafélagið í Reykjavík hefur ákveðið að láta yfirfara og setja yfir á stafrænt form kvikmyndir sem teknar voru í Skaftafellssýslum árið 1974. Um er að ræða 3 myndir sem kvikmyndagerðarmennirnir Þrándur Thoroddsen og Jón Hermannsson tóku 17. júní 1974 við vígslu kapellu Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri og af þjóðhátíðarskemmtun á Kleifum við Kirkjubæjarklaustur sama dag. Þriðja myndin er frá vígslu Skeiðarárbrúar 17. júlí sama ár. Til viðbótar þessum myndum verður á diskinum mynd frá síðustu selveiði bænda í Fljótshverfi í V-Skaftafellssýslu.

Svo skemmtilega vill til að fyrir tilviljun fundust hljóðupptökur hjá Ríkisútvarpinu af vígslu kapellunnar og skemmtuninni á Kleifum og einnig frá vígslu brúarinnar yfir Skeiðará. Annar hluti verkefnisins er því að klippa hljóð og mynd saman.
Jón Hermannsson, annar þeirra sem tók myndirnar í upphafi, er þegar byrjaður á verkefninu en eftir er að fullvinna myndirnar, þ.e. hreinsa þær betur og klippa.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.