Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2014-019
Fjárhæð 2.000.000
Umsækjandi Björn Oddson
Stjórnandi Björn Oddson
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Verkefnið gengur út á uppsetningu á vefmyndavélum á óaðgengilegum og sérstökum stöðum á og við Vatnajökul. Tilgangurinn er tvíþættur; annars vegar að gera fólki kleift að fylgjast með síbreytilegu veðurfari, jökla- og jarðhitavirkni án mikillar fyrirhafnar og hins vegar að vakta virkar eldstöðvar innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Áhugaverðar vefmyndavélar eru vinsæll viðkomustaður Veraldarvefsvafrara og aðgengileg leið til þess að ná til fólks um allan heiminn. Því eru tvær flugur slegnar í einu höggi með verkefninu. Þjóðgarðurinn fær mikla athygli, almenningur fræðist um hálendið og hjálpar í leiðinni við vöktun á virkustu eldfjöllum garðsins. Umbrotin í Holuhrauni eru einnig kjörið tækifæri til þess að nýta vefmyndavélar til þess að sýna fólki sjónarspilið.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.