Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2014-021
Fjárhæð 1.500.000
Umsækjandi Náttúrustofa Norðausturlands
Stjórnandi Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Lengd verkefnis 2 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Verkefnið felur í sér að útbúa grunnnámskeið á vefnum sem yrðu annars vegar undanfari að staðarnámskeiði í landvörslu og hinsvegar undanfari (undirbúningur) fyrir störf nýrra landvarða á einstökum svæðum. Þá verður skoðað hvort gera megi endurmenntunarnámskeið fyrir landverði með sama hætti. Að auki verður gerð stutt skýrsla um hvernig til tókst með verkefnið og þá reynslu sem hlaust við framkvæmd þess.


Með þessu móti verða grunnþættir náms í landvörslu kenndir í gegnum vefinn en staðarnámskeið nýtt betur í umræður, verkefni og vettvangsferðir fremur en fyrirlestra. Verkefninu er ætlað að koma betur til móts við auknar kröfur um þekkingu landvarða, breyttar áherslur í starfi þeirra og ólíkar námsþarfir einstaklinga.

Umsjón með verkefninu hefur Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir sérfræðingur en hún hefur kennt á landvarðanámskeiðum Umhverfisstofnunar undanfarin ár og komið að gerð og endurskoðun námskrár landvarðanámsins með Umhverfisstofnun.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.