Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-003
Fjárhæð 800.000
Umsækjandi Þorsteinn Sæmundsson
Stjórnandi Þorsteinn Sæmundsson
Lengd verkefnis Eitt ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Þann 20. mars árið 2007 féll berghrunsflóð (rock avalanche) á ofanverðan Morsárjökul. Flóðið er talið vera eitt af stærri bergflóðum sem fallið hafa hér á landi á síðastliðnum árum og áratugum. Talið er að jökulrof og hröð hörfun Morsárjökuls, ásamt veikum jarðlögum í berggrunni verið megin orsök fyrir berghrunsflóðinu. Frá árinu 2007 hafa ummerki flóðsins verið rannsökuð og fylgst með áhrifum urðarinnar á jökulinn. Miklar breytingar hafa orðið á jöklinum frá því að berghlaupið féll á hann og hefur berghlaupsurðin myndað einangrandi lag sem veldur því að jökullinn bráðnar mun hægar undir urðinni en umhverfis hana. Þetta hefur leitt til þess að ísmassinn undir urðinni er í dag um 50 m hærri en yfirborð jökulsins umhverfis urðina, en urðin sjálf er ekki nema 4-5 m þykk. Enn hefur þessi „þykknun“ ekki haft nein teljandi áhrif á skriðhraða jökulsins. Á undanförnum árum hefur hins vegar komið í ljós að leysing jökulsins umhverfis urðina er mun meiri en sem nemur „þykknun“ íssins undir henni og vart hefur orðið við breytingar á jöklinum sjálfum. Í því ljósi er mikilvægt að fylgjast betur með jöklinum og þeim breytingum sem eiga sér stað þar. Í því samhengi hafa verið settar upp mælistöðvar umhverfis urðina þar sem leysing er mæld og eins er fyrirhugað að gera nákvæmt hæðalínukort of jöklinum sem byggt verður á LiDAR mælingum sem fóru fram árið 2011 og 2014. Einnig er fyrirhugað að gera nákvæmt hæðalínukort af jöklinum og kortleggja fjallshlíðarnar sitt hvortu megin við jökulinn, með flýgildi næsta sumar. Fyrirhugaðar eru tvær vinnuferðir á jökulinn næsta ár, þ.e. í maí og ágúst 2016. 

undefined

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.