Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-004
Fjárhæð 1.500.000
Umsækjandi Hjólafærni á Íslandi
Stjórnandi Sesselja Traustadóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

 

Cycling Iceland 2016 - kort fyrir hjólandi ferðamenn á Íslandi til frídreifingar í 30.000 eintökum með sérlegri kynningu á hjólreiðum í Vatnajökulsþjóðgarði.

Stutt lýsing á verkefni: Cycling Iceland 2016 er einstaklega gott ferðamannakort af Íslandi til frídreifingar. Þar eru góðar upplýsingar um þjónustu við hjólreiðar um allt land. Einnig um almenna þjónustu í þéttbýli svo sem; sundlaugar, tjaldstæði, innigistingu, verslun og náttúrulaugar. Vegnúmer eru á helstu vegum, vöð eru merkt, umferðarþungi á vegum, undirlag þeirra og halli í brekkum. Friðlönd þar sem ekki má tjalda eru sýnd, einnig vegaxlir og stórt kort sem sýnir allar almenningssamgöngur á landinu. Á síðasta ári kynnti Cycling Iceland sérstaklega Víknaslóðir fyrir hjólandi ferðamönnum. Í 2016 útgáfuna verður unnið sambærilegt efni um Vatnajökulsþjóðgarð með tillögum að vel völdum hjólaleiðum innan þjóðgarðsins og kynnt hvaða reglur gilda um hjólreiðar í þjóðgarðinum. Kortið verður prentað í 30.000 eintökum. Starfsmenn ferðaþjónustunnar um allt land hafa náð að kynnast þessu korti á liðnum árum og bera því einkar vel söguna. Kortið sjálft er án allra auglýsinga. 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.