Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-005
Fjárhæð 4.700.000
Umsækjandi Þorvaldur Þórðarson
Stjórnandi Þorvaldur Þórðarson
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að rannska eldgosið í Holuhrauni út frá framleiðni og myndunarferlum hrauna þ.e. útstreymi kviku og hitabúskap hraunflæðis. Gerðar verða vettvangsathuganir í samtvinningi við gervitunglagögn. Með auknum vísindalegum skilningi á hitabúskap hraungosa og flæðiferlum hrauna verður unnt að bæta rauntímatúlkun gervitunglamynda og þróa spálíkön um hraunrennsli.

Efnið hentar vel sem fræðslu- og  kynningarefni um eldvirkni í Vatnajökulsþjóðgarði og eykur þar með áhuga almennings á samspili náttúru, samfélags og sögu.

Öll gögn um þróun hraunsins verða skráð í alþjóðlega gagnagrunna á sviði jarðvísinda, sem mun auka áhuga erlendra fræðimanna á vísindastarfi innan Vatnajökulsþjóðgarðs og dýpka skilning á jarðfræðilegum ferlum.

Verkefnið felst í eftirtöldum verkþáttum:

  1. Greining á þróun hraunrennslis í eldgosinu 2014-15 út frá tiltækum gögnum af vettvangi og frá gervitunglum.
  2. Tenging myndunarferla hrauns og hitabúskapar við útstreymishraða kviku og virkni eldgoss.
  3. Prófun á tveimur hraunalíkönum til að bæta spár um hraunrennsli.
  4. Gerð kynningarefnis fyrir ungt skólafólk, almenning og þjóðgarðsgesti, til að auka læsi á jarðfræðileg fyrirbæri í náttúrunni og skilning á jarðfræðilegum ferlum og þýðingu þeirra.

Verkefnið er fræðilegt en hefur mjög hagnýtt almannavarnagildi fyrir samfélagið, og í því felst einnig mikilvægt fræðsluhlutverk fyrir skólafólk og þjóðgarðsgesti.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.