Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-005
Fjárhæð 250.000
Umsækjandi Gerður Steinþórsdóttir
Stjórnandi Gerður Steinþórsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Gefa á út ljósprentaða útgáfu af bókinni Norður yfir Vatnajökul 1875 eftir W.L. Watts í þýðingu Jóns Eyþórssonar í kiljuformi með nýjum formála og nýrri mynd á kápu.

Markmið verkefnisins er að vekja athygli á merkilegri ferðabók annars vegar og hins vegar að  koma með nýjar upplýsingar um höfundinn. Bókin Norður yfir Vatnajökul eða Um ókunna stigu á Íslandi er eftir William Lord Watts hún var gefin út í íslenskri þýðingu árið 1962 og hefur verið ófáanleg um langa hríð. Samkvæmt formála Jóns Eyþórssonar á Watts að hafa verið lögfræðingur og látist tveimur árum eftir förina til Íslands. Nokkrar eyður voru þá í lífssögu Watts en síðar var hægt að rekja slóð hans til enda. Hann lést í janúar 1920 sjötugur að aldri og er grafinn í Port of Spain á Trinidad. Markhópurinn er áhugafólk um Vatnajökul, jöklarannsóknir, óbyggðaferðir og ferðabækur. 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.