Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-008
Fjárhæð 470.000
Umsækjandi Vatnajökulsþjóðgarður
Stjórnandi Regína Hreinsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmiðið með verkefninu er að stuðla að bættri umgengni og auknum skilningi ferðamanna á því sem fyrir augu ber auk þess að vara við hættum á leiðinni.

Fyrir sumarið 2016 er stefnt að því að ljúka viðamiklum endurbótum á stígnum að Svartafossi. Stígurinn hefur verið breikkaður, jarðvegsskiptur, ræstur fram og lagður ecoraster mottum þar sem hallinn er mestur. Þetta hefur verið talin nauðsynleg aðgerð vegna gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna sem leggja leið sína að fossinum allt árið. Settir verða útsýnispallar við Hundafoss og Svartafoss til að sporna við því að fólk gangi fram á brúnir og traðki út allt umhverfi fossanna. Upplýsingaskiltin eiga að stuðla að bættri umgengni og auknum skilningi ferðamanna á því sem fyrir augu ber auk þess að vara við hættum á leiðinni að Svartafossi, en þetta er eftirsóttasta gönguleiðin í Skaftafelli. Upplýsingar á skiltunum verða á íslensku, ensku frönsku og þýsku.

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.