Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-009
Fjárhæð 486.500
Umsækjandi Vatnajökulsþjóðgarður
Stjórnandi Ragna Fanney Jóhannsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Gestagata við Kverkjökul mun efla almenningsfræðslu í þjóðgarðinum, með því að taka vel á móti gestum á þessu nýjasta svæði þjóðgarðsins. Fyrirhuguð gestagata byrjar við bílastæðið við Kverkjökul. Hún liggur um göngustíg sem nú þegar hefur verið gerður, en þarf þó að laga og breyta á hverju ári vegna breytingar landslags. Gengið er í suður að svæði þar sem hægt er að sjá yfir jökulinn og árnar. Þar er gengið niður að ánni Volgu og meðfram henni þangað til farið er aftur upp á bílastæði. Gönguleiðin er um kílómetri að lengd og tekur um 30 mínútur að ganga hana. Stefnt er að 13-15 fræðslustoppum á leiðinni þar sem komið yrði fyrir númeruðum staurum, en lesmál yrði í bæklingi sem lægi í vatnsþéttum kassa við upphaf gönguleiðarinnar. Þar yrði einnig komið fyrir upphafsskilti sem kynnir götuna.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.