Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-010
Fjárhæð 5.000.000
Umsækjandi Jöklaveröld ehf
Stjórnandi Þrúðmar Þrúðmarsson
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að hanna og útbúa gestastofu í Hoffelli, þar sem fræðslu og upplýsingum verður miðlað til þjóðgarðsgesta, ferðamanna, skóla og annarra um Hoffelsjökul og nærliggjandi svæði. Sérstök áhersla verður lögð á aldalanga sambúð ábúenda og jökulsins, svo og hvernig hún hefur breyst nú á allra síðustu áratugum vegna hopunar jökulsins af völdum hnattrænna loftslagsbreytinga. 

Hoffell er landnámsjörð og þar er því löng og samfelld saga um náin samskipti manns og náttúru. Hoffelsjökull varð hluti af Vatnajökulsþjóðgarði árið 2008 og árið 2010 var gerður samningur milli landeiganda og þjóðgarðsins. Í kjölfar þessa hafa þjóðgarðurinn og landeigendur unnið að margvíslegum verkefnum til að bæta aðgengi ferðamanna um svæðið og miðla fræðslu til þeirra um náttúru og menningu svæðisins, m.a. með merkingu göngustíga og gerð fræðsluskilta.

Upplýsingamiðstöð fyrir þennan hluta Vatnajökulsþjóðgarðs er nú rekin til bráðabirgða í afgreiðslu Jöklaveraldar ehf, en það er fyrirtæki í eigu landeiganda sem annast ferðaþjónustu í landi Hoffells. Jöklaveröld réðst fyrir tæpum 2 árum í mikla uppbyggingu á aðstöðu fyrir gistingu og veitingasölu í Hoffelli og er í framkvæmdaráætlunninni m.a. gert ráð fyrir gestastofu í aðalhúsakynnum fyrirtækisins. Þar er nú þegar búið að byggja 22 ný herbergi og veitingasal sem rúmar 100 manns. Í framtíðinni er fyrirhugað að byggja heita potta og aðra baðaðstöðu sem myndi nýta heitt vatn sem finnst í landi Hoffells.

Ofangreindar framkvæmdir, sem og vaxandi samstarf Vatnajökulsþjóðgarðs og landeiganda, opnar á nýja möguleika varðandi miðlun fræðslu og upplýsinga til þeirra sem leið eiga um svæðið.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.